27. janúar

Mánudaginn 27. janúar verður Hulda Frímanns, Rakel og Harpa með æfinguna þar sem Alli veðrur erlendis. 

Hulda Frímanns er mamma Manúelu í hópnum. Hún lék á sínum tíma með Þór/KA ásamt því að þjálfa bæði hjá KA og Þór í yngri flokkum. Til gamans má geta að hún og Alli þjálfuðu Hörpu og Rakel á sínum tíma í 6. flokki með góðum árangri.

Hara og Rakel eru í 3. fl ásamt því að æfa með 2. og mfl Þór/KA og vera í landsliðsúrtökum. Þær eru því ekki einungis efnilegir þjálfarar heldur eru þær einnig  efnilegar á vellinum. Harpa er markmaður og Rakel er miðjumaður.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is