Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
10. og 17. febrúar
17.02.2014
Það mættu 16 og 18 stelpur á síðustu tvær æfingar.
Við erum mikið að vinna með svipaðar æfingar þannig að stelpurnar læri þær. Í upphitun höfum við verið að taka ýmsar útfærslur af stórfiskaleik, eltingaleik og strút. Í kjölfarið höfum við skipt í þrjá hópa sem fara á þrjár stöðvar. Yfirleitt er alltaf ein stöð þar sem stelpurnar spila og önnur þar sem er knattrak og skot á mark. Það hefur verið misjafnt hver þriðja stöðin hefur verið t.d. þrautabraut, boðhlaup eða kapphlaup að ná bolta og skora í mark. Við reiknum með að það verði svipað snið á æfingunum út veturinn.