Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Takk fyrir sumarið og lokahóf
Þá er frábæru fótboltasumri lokið hjá stelpunum í 7. fl. Það hefur verið frábært að þjálfa þennan hóp enda hafa þær staðið sig mjög vel. Að okkar mati hefur verið fínn agi og skemmtilegt á æfingum. Það var ótrúlega gefandi að sjá framfarirnar hjá stelpunum. Mótin voru hápunktar sumarsins þar sem leikgleðin var í fyrirrúmi hjá stelpunum.
Við viljum einnig þakka foreldraráðinu fyrir gott samstarf en að okkar mati stóðu þau sig mjög vel sérstaklega með í ljósi þess að þau voru í fyrsta sinn í foreldraráði hjá KA.
Það verður lokahóf hjá öllum flokkum hjá KA á föstudaginn kl. 16:00. Þar verður stutt dagskrá, fagnsýning þar sem við tökum keilufagnið og pizzuveisla. Í framhaldinu verður skrúðganga niður á Akureyrarvöll þar sem mfl KA tekur á móti Haukum kl. 18.15.
Framhaldið
Við byrjum aftur þriðjudaginn 9. september og verðum eitthvað fram eftir hausti á KA-svæðinu áður en við förum í Bogann.
Stelpurnar sem eru f. 2007 verða áfram í 7. fl og verða æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:00-17:00 og laugardögum kl. 10:00-11:00.
Stelpurnar sem eru f. 2006 fara upp í 6. fl og verða æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:00-17:00 og laugardögum kl. 11:00-12:00.
Þjálfarar bæði í 6. og 7. fl verða Alli og Ásgeir Óla ásamt aðstoðarþjálfurum.
Takk fyrir okkur og vonumst til að sjá sem flestar aftur í haust!
- Alli, Andri, Harpa og Rakel
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA