Stuð á Sigló

Stuð á Sigló
Bleikar voru baráttuglaðar um helgina.

Það var líf og fjör á Siglufirði þegar við máluðum bæinn gulan með stórum hóp KA-stelpna. Það voru 11 af 24 liðum mótsins frá KA en mótið var talsvert minna í sniðum í ár en áður. Mótshaldarar stóðu sig frábærlega og útkoman var flott mót. 

Það er frí á æfingu mánudaginn 10. ágúst.

Við þjálfarnir erum ánægðir með helgina. Það sem við erum ánægðust með er hvað var flott stemning hjá stelpunum. Þetta mót sýnir enn og aftur hversu skemmtilegur hópur þetta er. Einnig var magnað að sjá framfarirnar sérstaklega hjá yngra árs liðunum á milli móta.  

Þetta sýnir hvað þessar stelpur eru fljótar að læra og tileinka sér nýja færni. 

Framhaldið í haust er að við ætlum á dagsmót á Húsavík laugardaginn 22. ágúst. Skráning og nánari upplýsingar um það kemur inn í vikunni.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is