Strandarmótið - leikjaplan

Þátttökugjaldið er kr. 2.000 á barn og innifalið í því eru léttar veitingar í mótslok ásamt glaðningi. Mikilvægt að muna að koma með það í peningum.

Það hefur verið mjög mikil fjölgun í yngstu flokkunum hjá KA og því eru ekki til keppnistreyjur handa öllum. Það eiga því allar stelpur sem eiga KA-treyjur að koma í þeim og verðum við með treyjur handa þeim sem eiga ekki. Það er verið að vinna í því að fá fleiri treyjur en verða þær ekki komnar um helgina.

Mikilvægt er að stelpurnar komi með nesti og vatn þar sem þær spila 4-5 leiki.

Það eru 39 stelpur skráðar á mótið og er þeim skipt niður í sjö lið. KA 1-3 eru að mestu leyti eldra ár og KA 4-7 eru yngra árs stelpur.  

Við viljum að allar KA-stelpurnar mæti kl. 9:00 þannig við getum farið yfir búningamál og farið yfir ákveðin grunnatriði með stelpunum.

KA 1
Amalía Árna, Bjarney Hilma, Elín, Máney og Melkorka.

KA 2 
Amalía Björk, Bríet Hólm, Hanna Marín, Helga Dís, María Björg og Sonja Lí.

KA 3
Díana Sól, Hafdís Una, Harpa Hrönn, Lilja Björk, Rut Marín og Tinna Mjöll. 

KA 4
Emma Bríet, Ingunn, Kolfinna, Lilja Helgu, Lilja Mist og Rebekka Sunna.

KA 5
Aldís Eva, Arna Dögg, Nadía Hólm, Marta Þyrí, Karen Dögg og Stella.

KA 6
Aldís Marý, Karen Líf, Kolbrún Anna, Lilja Mekkín og Sara Margrét.

KA 7
Erla Antonína, Hólmdís, Nína Rut, Vigdís og Þórunn Nadía.

Leikjaplan - ýta hér!

Áhersluatriði sem við fórum með yfir stelpunum í dag sem komst misvel til skila.

Innköst fyrir okkur - kasta að átt að marki mótherja.
Innköst sem mótherjinn á - hlaupa í vörn og vera nálægt stelpunum í hinu liðinu.

Skilgreiningar sem er betra að hafa á hreinu:
Að bakka eða aftar þýðir ekki að þær eigi að hlaupa aftur á bak heldur að hlaupa í vörn (algengur misskilningur á Króknum).
Hlaupa fram þýðir að hlaupa í sókn.  



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is