Skemmtileg helgi á Króknum

Skemmtileg helgi á Króknum
Sigrún, Harpa, Lilja, Katla, Amalía og Tinna Mjöll

Það var gaman að sjá stelpurnar taka sín fyrstu skref á fótboltavellinum um helgina og vorum við þjálfarnir mjög ánægðir með þær. Í júlí er stefnan sett á Strandarmótið og í ágúst förum við á Sigló á Pæjumót.

Fyrir mótið þá lögðum við mikla áherslu á að stelpurnar væru góðar vinkonur og að þær ættu að vera til fyrirmyndar. Það má segja að þær hafi heldur betur staðið sig vel hvað þetta varðar enda voru þær alltaf brosandi og ánægðar þegar maður hitti þær.

Á fótboltavellinum stóðu stelpurnar sig vel miðað við að í hópnum okkar voru 22 af 29 stelpum sem byrjuðu í maí/júní. Flest hina liðina voru skipaðar stelpum sem æfðu lang flestar í vetur.

Appelsínugulaliðið stóð sig mjög vel og var frábært að sjá hversu duglegar þær voru en þessar stelpur hafa verið mjög duglegar að æfa í vetur sem sást á vellinum.

Bláaliðið átti frábært mót og endaði í 2. sæti án þess að tapa leik. Þær voru duglegar allan tímann með markmann mótsins fyrir aftan sig.

Gulaliðið stóð sig vel en allar stelpurnar í því liði byrjuðu í maí/júní enda var frábært að sjá muninn á fyrsta og síðasta leik á mótinu hjá þeim en í síðasta leiknum gerðu þær jafntefli við heimastúlkur sem enduðu í 3. sæti.

Græna- og fjólubláaliðin voru dugleg en í þeim liðum voru stelpur á yngra ári sem byrjuðu allar í maí/júní. Eðlilega voru mótherjarnir sterkari en það var til fyrirmyndar að þær héldu alltaf áfram og mættu hressar og kátar í næsta leik.  

Foreldrar og foreldraráð eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu um helgina. Við áttum stóran og flottan hóp sem kom með að styðja við bakið á stelpunum. Við urðum ekki varir við annað en að foreldrar studdu stelpurnar á jákvæðan hátt sem skiptir miklu máli. Þetta mót gefur góð fyrirheit á framhaldið þar sem sterkur foreldrahópur skiptir mjög miklu máli. 

Þannig þrátt fyrir að hafa tapað tvöfalt fleiri leikjum en áður á fótboltamóti þá er maður alsæll með helgina og hlakkar til að takast á við komandi verkefni með flokknum.

Sunnudaginn 13. júlí förum við á Strandarmótið á Árskógsströnd sem er þæginlegt dagsmót sem við notum bæði sem félagsleganviðburð sem og æfingamót.

Helgina 8.-10. ágúst þá er Pæjumótið á Siglufirði sem er annað af stóru mótunum sem við förum á í sumar. Það koma einnig fjöl mörg lið að sunnan líkt og um helgina á þetta mót en það sem er skemmtilegt við það að það eru ekki sömu félög.

Skráning á þessi mót verður mjög fljótlega.

kv. Alli, Andri, Harpa og Rakel 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is