Síðasti dagur skráningar

Við æfum alla virka daga í þessari viku og á sunnudaginn er Strandarmótið eins og við höfum auglýst. 

Skráning á Strandarmótið rennur út í dag (miðv 8. júlí) - ýta hér.

Á fimmtudaginn koma inn liðin og óskum við í kjölfarið eftir liðstjórum sem stjórna liðunum í leikjum á mótinu. Einnig taka þeir við pening og koma til mótsstjórnar. Stelpurnar eru á ábyrgð foreldra á milli leikja.

Því miður eins og sagt var á foreldrafundinum þá eru engir þjálfarar tiltækir á sunnudaginn. Alli, Æsa, Véný, Magga og Þórgunnur verða í Gautaborg þar sem 70 krakkar í 3. fl leika á Gothia Cup og Sandra María, Rakel og Harpa verða í Vestmannaeyjum að spila með Þór/KA í Pepsideildinni. Þetta verður þó ekkert mál þar sem við höfum mjög öflugan foreldrahóp.

Ásamt því að liðin koma inn á fimmtudag þá koma helstu áherslur flokksins á mótinu. Það verða því allir vel upplýstir.




Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is