Leiða inná gegn Fjarðarbyggð í kvöld

7. flokkur kvenna hefur verið valinn til þess að leiða leikmenn KA og Fjarðarbyggðar inná leikvanginn í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Akureyrarvelli og er gott fyrir stelpurnar að vera mættar ekki seinna en 19:00 og í KA-treyju. Mæting er neðan við stúkuna og þar mun starfsmaður KA taka á móti þeim og gera allt klárt.


Það er engin sérstök skráning þannig að því fleiri sem mæta því betra.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is