Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Landsbankamót - Skráning!
Skráning hér!!!
Skráning stendur út föstdaginn 13. júní.
Landsbankamótið á Sauðárkróki 28.-29. júní
Stelpurnar eiga að mæta á laugardagsmótinu á Krókinn. Að sjálfsögðu getur fólk mætt fyrr á svæðið en hópurinn kemur ekki saman fyrr en um morguninn. Nánari upplýsingar um hvar og hvenær mæting er verður gefin út seinna. Mótið fer fram allan laugardaginn og fram á miðjan sunnudaginn.
Í hverju liði verða 6-7 stelpur og með þeim þarf tvo liðstjóra. Liðstjórinn verður með stelpunum allt mótið. Hlutverk liðstjóra er að taka á móti stelpunum, sjá til þess að þær haldi hópinn, taki létta upphitun, fara með þeim í sund, fara með þær í mat og gista með þeim. Ef einhver foreldri vill taka að sér liðstjórn en ekki gista þá þarf að taka það fram.
Stelpunum stendur það til boða að gista í skólanum. Það er valfrjálst og þarf að láta vita hvort þær ætla að gista eða ekki.
Mælst er með að einhverjir leggi til bakkelsi eða eitthvað annað sem liðstjórar gefa stelpunum í kvöldhressingu á laugardaginn og á milli leikja um helgina. Það sem það er of mikið líklega að allar myndu koma með eitthvað þá er nóg að koma með eitthvað annað hvort á Krókinn eða á Sigló í ágúst. Þegar skráningu er lokið þá verður gefið út á heimasíðunni hvað hver kemur með.
Kostnaður verður líklega 11.000 kr á stelpu.
Innifalið
Þátttökugjald, kostnaður v. liðstjóra og þjálfara og skráningargjald (5000 kr per lið) o.fl.
Innifalið: morgunmatur, hádegismatur x2, kvöldmatur, gisting í skólanum hliðina á svæðinu, sund, kvöldskemmtun með Jóni Jónssyni og Audda, verðlaunapeningur og liðsmynd.
Ef það eru einhverjar spurningar þá hafið þið samband við Alla.
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA