Greiðsla á mótsgjöldum

Sæl veriði foreldrar

Það kostar 6000kr að taka þátt í mótinu um helgina. Hver og ein stúlka skal greiða það inn á reikning:

162-05-260322 kt 490101-2330 helst í dag. Forráðamaður skal setja nafn stelpu í skýringu.

Fyrir hverja unna vakt myndast síðan 4000kr inneign hjá barninu í næstu ferð/mót. Þannig að: hver og einn keppandi þarf að greiða mótsgjald, en þið hafið síðan möguleikann á að vinna það upp sem inneign hjá barninu. Vaktirnar eru ekki greiddar út.

Kveðja,

Foreldraráð



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is