Framhaldið

Þá er vetrardagskráin hjá okkur senn á enda.

Á þriðjudaginn er æfingin í Boganum kl. 16:00-17:00. 

Á fimmtudaginn 1. maí er æfingin á KA-velli kl. 10:00-11:00.

Á laugardaginn 3. maí  er Stefnumótið í Boganum, nánari upplýsingar koma inn seinna.

Eftir laugardaginn þá förum við í hið árlega maífrí. Við ætlum að taka það fyrr en venjulega þar sem gervigrasið er komið á KA-svæðið.

Við byrjum aftur 20. maí og æfum þá á líklega á þriðjudögum og fimmtudögum út maí kl. 16:00-17:00.

Þegar skólinn er búinn þá hefjast sumaræfingar sem eru fimm sinnum í viku mánud.-föstud. og verður æfingatími auglýstur síðar.

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is