Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Foreldrafótbolti og slútt
Þá er þetta frábæra sumar hjá okkur í 7. flokk senn á enda. Við þjálfarnir erum mjög ánægðir með sumarið, sérstaklega hvað flokkurinn er orðinn stór og hvað stelpurnar eru duglegar að mæta. Einnig er það frábært að sjá framfarirnar sem hafa átt sér stað síðustu þrjá mánuði.
Æfingarnar sem eru eftir:
20. mið 13:00-14:15
25. mán 15:00-16:00
26. þri 15:00-16:00
27. mið 16:15-17:45 foreldrafótbolti og pylsuveisla
27. ágúst miðvikudagur kl. 16:15 - Foreldrafótbolti og grill
Við vonumst til að sjá sem flesta í foreldrafótboltanum þar sem stelpurnar fá að reyna sig gegn foreldrum. Eftir foreldrafótboltann verður pylsuveisla.
29. ágúst föstudagur 16:00 - Lokahóf yngriflokka
KA ætlar að halda lokahóf fyrir krakkana. Þar verður fagnkeppni milli flokka sem við ætlum klárlega að rúlla upp ;).
Það verður frí fyrstu vikuna í september og verður fyrsta æfingin í september þriðjudaginn 9. september.
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA