Foreldrafótbolti

Foreldrafótbolti
Það er alltaf stuð í foreldrafótbolta.

Á laugardaginn er síðasta æfing fyrir jólafrí og þá ætla stelpurnar í 7.flokki að skora á foreldra til að koma með á æfinguna og keppa við sig í fótbolta, en hún er á venjulegum æfingatíma frá 10:00-11:00. Gaman væri að sjá sem flesta foreldra til að gera foreldrafótboltann skemmtilegan og eftirminnilegan fyrir stelpurnar :) Eftir æfinguna koma síðan jólasveinar að heilsa upp á stelpurnar, svo það er um að gera að mæta með jólasveinahúfur og góða skapið. 

Laugardagurinn er jafnframt síðasti æfingadagur yngriflokka fyrir jólafrí en stefnan er sett á að byrja aftur þriðjudaginn 5. janúar.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is