Foreldrabolti og sumarslútt

Á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst verður síðasta æfing sumarsins.

Æfingin hefst kl. 16:00 og hvetjum við alla foreldra, systkyni, ömmur og afa að mæta og hafa gaman með stelpunum. Eftir foreldraboltan ætlar foreldraráð að bjóða stelpunum ís.

Næsta æfing eftir frí verður þriðjudaginn, 5. september og þá verður flokkaskipting. Það má nálgast æfingatöflu fyrir september mánuð inn á heimasíðu Yngriflokka KA á Facebook og á vefnum.

Við þökkum kærlega fyrir sumarið.

Mbkv, Þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is