Foreldrabolti og jólagleði

Laugardaginn 10. desember verður foreldrafótbolti og jafnframt síðasta æfing fyrir jólafrí. Æfingin er á sama tíma og venjulega, frá kl. 11:00-12:00. Ég hvet alla foreldra til þess að mæta og taka þátt. Gerum foreldrafótboltann bæði skemmtilegan og eftirminnilegan fyrir stelpurnar. Jólasveinar mæta svo þegar líða tekur á æfinguna til þess að gleðja börnin. Æfingar á nýju ári hefjast svo fimmtudaginn 5. janúar.

Mbkv, Anton Orri



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is