Búningaæfing og Hraðmót Þórs

 

Fimmtudaginn næsta (01.02.18) ætlum við að hafa búningaæfingu. Stelpurnar mega þá mæta í búning og verður farið í leiki og mikið spilað. Engin er skyldug til að mæta í búning. Orðrómur er um á kreiki að þjálfararnir mæti sjálfir í búning!

 

Hraðmót Þórs í 7. flokki - Pálmasunnudagur - 25. mars

Það eru ekki mörg mót í boði fyrir 7. flokk og því frábært tækifæri fyrir stelpurnar að komast á eitt slíkt nýtt mót á miðjum vetri. Við þurfum að fá réttann fjölda frá okkur þannig að ég bið ykkur um að skrá stelpuna ykkar í athugasemd á Fésbók-síðu flokksins. Einnig er gott að heyra af því ef einhver kemst ekki. Hvert lið mun spila 4-5 leiki og áætlaður kostnaður er 2000 kr á iðkanda, innifalið í því eru leikirnir, dómarar og pítsa.

Mbkv, Þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is