Bakstur fyrir jólabingó

Sunnudaginn 22.nóvember ætlar Yngriflokkaráð KA að endurvekja skemmtilegt jólabingó sem áður var hefð en lagðist í smá dvala. Bingóið verður haldið í Naustaskóla og hefst kl: 14. Vinningarnir eru glæsilegir og má nefna, m.a. matargjafir af ýmsum gerðum, hótelgistingu og margt fleira. Samhliða bingóinu er ætlunin að hafa veglegt hlaðborð og því er biðlað til foreldra með bakstur fyrir hlaðborðið. Allir koma með einn rétt, stelpuflokkar koma með eitthvað ósætt og strákaflokkar með eitthvað sætt. Frá okkur, foreldrum í 7 fl. kvk ,er því óskað eftir ósætu góðgæti á hlaðborðið eins og t.d. kleinum,smurbrauði, ostaköku, ávaxtabakka eða eitthverju í þá áttina og efumst við ekki um að allir taki vel í það. Þeir sem að sjá sér fært um að koma með ósætt fyrir jólabingóið og eru ekki búnir að skrá það á facebook síðu flokksins mega endilega fara í það sem fyrst. Foreldraráðið þarf að yngriflokkaráði hvað við ætlum að leggja af mörkum næsta föstudag, 13.nóv. og því væri frábært að fá svar frá ykkur sem fyrst. smile broskall

Eins eru þeir foreldrar sem tilbúnir eru að aðstoða við bingóið beðnir um að senda línu á yngriflokkarad@gmail.com



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is