Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Æfingar út sumarið
Skólinn fer að hefjast og því breytast æfingatímarnir. Í næstu viku æfum við á mismunandi tímum fram að Curiomótinu sem fram fer á Húsavík sunnudaginn 27. ágúst (skráningu á það mót lýkur nú á laugardag). Eftir þann tíma tekur við stutt frí og verður það auglýst nánar síðar. Þegar að við hefjum æfingar að nýju verður flokkaskipting. 2009 árgangurinn fer þá upp í 6. flokk og 2010 árgangurinn verður að eldri ári í 7. flokk.
Föstudagur 18. ágúst - Æfing kl. 13:00 - 14:15
Mánudagur 21. ágúst - Æfing kl. 13:00 - 14:15
Þriðjudagur 22. ágúst - Æfing kl. 14:00 - 15:00
Miðvikudagur 23. ágúst - Æfing kl. 15:00 - 16:00
Fimmtudagur 24. ágúst - Æfing kl. 14:00 - 15:00
Föstudagur 25. ágúst - Frí
Sunnudagur 27. ágúst - Curiomótið á Húsavík kl. 10:00 - 16:00
Æfingatímar í vetur
Nú eru margir foreldrar farnir að skipuleggja veturinn og vil ég gefa ykkur sem bestar upplýsingar um starfið. Það er ekki orðið alveg pottþétt með æfingatíma í vetur en þó þykir mér þetta líkleg niðurstaða. Allar líkur eru á að rútan haldi áfram. Takið þessu hér að neðan með fyrirvara um breytingar.
6. flokkur kvenna
Þriðjudagar og Fimmtudagar kl. 15:00 - 16:00. Rútan keyrir stelpurnar frá skólunum og foreldrar sækja.
Laugardagar kl. 10:00 - 11:00 eða 11:00 - 12:00.
7. flokkur kvenna
Þriðjudagar og Fimmtudagar kl. 14:00 - 15:00. Rútan keyrir stelpurnar frá skólunum og tilbaka.
Laugardagar kl. 10:00 - 11:00 eða 11:00 - 12:00.
Ég hef fengið mjög mikið af fyrirspurnum hvort ég verði áfram með stelpurnar. Það skýrist á næstu vikum hvernig þjálfarateymin verða og það kynnt á foreldrafundum nú í haust.
Mbkv, Anton Orri
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA