Æfingar hefjast aftur 15. sept

Æfingar hjá 7. fl stelpum fæddum 2008-2009 hefjast þriðjudaginn 15. september.

Æfingar verða fyrst um sinn á KA-velli meðan veður leyfir. 

Æfingar fara fram kl. 16:00-17:00 þriðjudaga og fimmtudaga á meðan við erum á KA-velli. Þessar æfingar færast til kl. 14:00 þegar við færum okkur inn í Bogann og rútuferðir hefjast (nánar um það síðar).

Æfingar eru einnig á laugardögum kl. 10:00-11:00 en það er þó frí laugardaginn 19. september vegna leiks KA og Þórs í 1. deild karla sem fram fer á Þórsvelli.

Þjálfarar í vetur verða Sandra María og Skúli Bragi. Til gamans má geta að Sandra María var valin í A-landsliðið á dögunum sem mætir Slóvakíu og Hvít-Rússum seinna í mánuðinum.

Hlökkum til að sjá sem flesta á æfingar í vetur og eru nýjir iðkendur alltaf velkomnir að koma og prófa.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is