15.-19. júní SKOÐA VEL

Þar sem Arsenalskólinn er á KA-svæðinu í vikunni þurfum við að æfa á öðrum stöðum mánudag, þriðjudag og fimmtudag. Það er frí á miðvikudaginn þar sem þá er 17. júní og föstudaginn 19. júní þá æfum við á San Siro sem er grasvöllurinn norðan við gervigrasvöllinn.

Við höfum ákveðið að æfa á sparkvöllunum við hvern skóla á brekkunni.

Stelpurnar eiga því að mæta á æfingu í sínu hverfi við sinn skóla.

Æfingarnar verða kl. 13:15-14:15 í þessari viku.

Það verða tveir þjálfarar á hverjum stað og fer hvert þjálfarateymi einu sinni á hvern stað.

Ef það eru einhverjar spurningar þá hafið þið samband. 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is