Verslófrí - Íslandsmót - Króksmót

Í morgun var síðasta æfing fyrir Verslunarmannahelgarfrí og æfum við næst þriðjudaginn 2. ágúst.

Helgina eftir að við byrjum aftur þá er Króksmótið og erum við skráðir með 10 lið - lokað hefur verið fyrir skráningu hjá okkur.
Keppendur koma sér fyrir á Sauðárkróki á föstudeginum og mótið hefst kl. 8 á laugardagsmorgni og stendur til uþb. 14 á sunnudegi. Liðsskipan og nánari upplýsingar um mótið koma síðar.

Úrslitakeppni Íslandsmótsins fer fram í Fellabæ þriðjudaginn 16. ágúst og erum við með 5 lið þar.
Við gefum upp fljótlega eftir helgi hverjir það eru sem eru að fara að taka þátt í því verkefni.

Kv.
Þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is