Upplýsingar fyrir Orkumótið (eldra ár)

Sælir foreldrar
Takk fyrir foreldrafundinn í gær, vildum reyndar sjá fleiri foreldra. Voru ekki nema 16 drengir af 32 skráðum sem áttu fulltrúa á fundinum:/ En flottur fundur engu að síður;)
En við viljum fá upplýsingar frá ykkur um ykkar dreng og fleira. Við vorum að senda ykkur póst þar sem þið þurfið að samþykkja invitation á Google docs Orkumótið 2016. Þar farið þið inn í skjalið og fyllið inn fyrir ykkar dreng. Muna svo að save-a. Við þurfum að fá upplýsingar um:

  • Hvort að ykkar drengur fer með rútunni að Landeyjarhöfn
  • Hvort þið ætlið með rútinni að Landeyjarhöfn
  • Hvort ykkar drengur fer með KA í Herjólf (báðar leiðir eða aðra leiðina)
  • Hvort að þið farið með bíl með Herjólf og út í Vestmannaeyjar. Þá væri gott að vita hvort að þið gætuð þá verið til taks að skutla drengjunum á mat, leiki og þess háttar (ath það þarf að vera búið að panta fyrir bílinn í Herjólf).
  • Einnig vil ég biðja ykkur að fara yfir emailið sem er skráð við ykkar dreng og breyta ef þarf og að skrá símanúmerin ykkar.
  • Megið líka skrifa NEI, þannig að allir dálkar verða útfylltir

Það var umræða á fundinum hvort að við þyrfum að taka bílaleigubíl í Vestmannaeyjum því að það væru margir foreldrar að fara með bílana sína til Eyja. Við ákveðum það þegar allir verða búnir að gefa upplýsingar:) Einnig voru liðstjóramál rædd og er næstum allar liðstjórastöður orðnar klárar.

Matarnefnd var skipuð og tóku Heiðbjört (mamma Konráðs Birnis), Petrea (mamma Óskars) og Steina (mamma Davíðs) það að sér;)

Að gefnu tilefni vil ég ítreka það að það eru einungis drengirnir, liðstjórar og þjálfarar sem gista með liðinu í skólastofu á mótinu.

Loka þáttökugjald er ekki alveg komið á hreint því að við vitum ekki hversu stóra rútu við þurfum og hvort að við þurfum að taka bílaleigubíla, en því fyrr sem þið fyllið þetta skjal út því fyrr kemur gjaldið á hreint. Það verður ca 40.000-45.000 kr. Við sendum út á emailin ykkar upplýsingar um hvað ykkar drengur er búinn að safna í söfnununum.

Ef einhverjar spurningar vakna og ef að þið hafið ekki fengið invitation á þetta skjal þá megið þið senda línu á marthahermanns@gmail.com

Bkv

Foreldraráð



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is