Til liðsstjóra á Króknum og annarra áhugasamra...

Til liðsstjóra á Króknum og annarra áhugasamra

Búið er að taka saman nestispakkana fyrir hvert lið.

  • Lið 1 og 2 eru saman í pakka
  • Lið 4 og 5 eru saman í pakka
  • Lið 3, 6 og 7 eru saman í pakka
  • Liðstjórar þessara liða þurfa að stilla saman sína strengi t.d. varðandi útdeilingu nestisins og geymslu.
  • Búið er að hengja nestispakkana á bíla sem fara á Sauðárkrók í kvöld.

Í nestispakkanum eru:

  • Svali (x5 á mann; með kvöldkaffinu; með 3xsamlokum; með vöfflunum)
  • Samlokur (x3 á mann; tvær laugardag og ein sunnudag)
  • Hleðsla (x2 á mann; liðsstjórar stýra þessu)

Svo aukalega er foreldraráð með

  • Kökubita (kvöldkaffi föstudag)
  • Banani (x1 á mann) (gæti orðið meira)
  • Vöfflur með rjóma (kvöldkaffi laugardag eftir kvöldvöku)

Annað

  • Búningarnir mæta í kvöld á Krókinn og með þeim fylgir blað þar sem liðstjórar merkja hvaða leikmaður er með hvaða númer/treyju.
  • Við erum komin með 4 vöfflujárn sem við deilum með 7. flokki á laugardagskvöldið (vöfflur fyrir 100 drengi) þannig að ef einhver liðsstjórar geta kippt með sér einu eða tveimur járnum aukalega væri það perfect.
  • Við erum einnig komin með 4 samlokugrill sem við einnig deilum með 7. flokki þannig að... aftur ef einhver liðsstjórar geta kippt með sér einu eða tveimur grillum aukalega væri það perfect.
    • Endilega commentið hér fyrir neðan ef þið kippið með ykkur aukalega jarni/grilli svo aðrir sjái :)
  • Liðsstjórar fá hugsanlega armband til að fá aðgang í mat og sund. Ef svo er vinsamlegast hafið í huga ef þið verðið ekki með liðinu 24/7 um helgina að kannski þarf "annar" liðsstjóri að nota armbandið í einhverju tilfelli. Við skulum í þeim tilfellum ekki festa armböndin á okkur heldur hafa þau laus (if you know what I mean :))

mbk

EÖE

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is