Staðfesta mætingu, gjaldið, liðin, millifærsla og comment!

Útkall til Egilsstaða!

Gjaldið fyrir rútuferð til Egilsstaða og til baka ásamt pizzuhlaðborði fyrir austan fyrir heimferð er kr. 5.000.- per leikmann. Vinsamlegast leggið gjaldið inná reikning flokksins 0162-05-260454 kt: 490101-2330 fyrir kl. 16:00 á morgun (laugardag) setjið nafn barns í "Tilvísun". Þeir sem eiga inneignir úr fjáröflunum og vilja nýta hana í þetta ferðalag senda upplýsingar um slíkt á svavar@vordur.is 

Foreldrar þeirra leikmanna sem eru að fara á Egilsstaði eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta mætingu og ferðina austur með því að commenta hér fyrir neðan (Bárður, Ísak Óli, Garðar, Siggi B, Siggi H, Gabríel og Aron Orri eru búnir að melda sig inn) > þannig hinir 19 staðfestið ykkur í commentum hér fyrir neðan. 

Hópurinn fer í pizzahlaðborð eftir alla leikina áður en farið verður heim > þannig að pöntun fyrir 26 leikmenn, 1 þjálfara og 4 liðsstjóra liggur fyrir. Vilja fleiri foreldrar sem fara austur ganga inn í þetta tilboð sem kostar kr. 990.- ??? (pizzuhlaðborð, franskar og drykkur). Þeir sem vilja fá að vera með í þessari pöntun commenta hér að neðan! Tack!

Samkvæmt okkar bókhaldi eru 9 laus sæti í rútuna (kr. 4.000) og því áhugasamir foreldrar endilega hvattir til að skoða möguleikann á rútuferð austur með liðinu. 

Liðin og leikir (Grænir eru þeir sem hafa staðfest:))

KA A1 (Liðsstjóri Rakel)

  • Gummi 
  • Siggi B
  • Siggi H
  • Hákon
  • Halli
  • Garðar

KA A2 (Liðsstjóri Hólmgeir)

  • Aron Orri
  • Ísak Óli
  • Björgvin
  • Mikael
  • Eysteinn
  • Bárður

KA B1 (Liðsstjóri EÖE)

  • Dagur
  • Gabríel
  • Ernir
  • Valur
  • Victor
  • Oddgeir
  • Heiðmar

KA B2 (Liðsstjóri: Tolli)

  • Björn Orri
  • Breki
  • Viktor Sig
  • Eyþór
  • Snæbjörn
  • Jónas (kemur ekki)
  • Jón Haukur ??? Ekki náð sambandi!!!
Nesti, veður og föt
Vinsamlegast athugið verðurspánna fyrir svæðið fyrir brottför og dressið drengina í takt við það, s.s. hlý föt milli leikja og réttan skóbúnað (umfram takkaskónna). Leikmenn koma nestaðir að heiman og því mikilvægt að hafa það hollt og næringarríkt (gos og annað rusl = nei takk). Munið svo rafeindabúnaðarlaustferðarlag (nýyrði).
 
mbk 
f.h. foreldraráða
EÖE


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is