Shellmótsþakkir og ábendingar.

Síðasta vika/helgi var viðburðarrík hjá strákunum sem fóru til Westmannaeyja. Fjörið var mikið, fótbolti í fyrirrúmi og skemmtunin í heimsklassa. Í stuttu máli var þetta snilldarferð þar sem strákarnir stóðu sig eins og hetjur utan vallar sem innan. KA3 kom heim með bikar og gullpening eftir glæsilegan sigur í sínum riðli. KA1 kom heim með silfurpening eftir tvísýnan úrslitaleik við Þrótt. KA2 sigraði fleiri leiki en töpuðust - töpuðu bara röngum leikjum en unnu þó síðasta leikinn sinn :)  

Eins og allir vita er svona skemmtun ekki framkvæmanleg nema með aðkomu fjölda foreldra. Foreldraráð vill þakka öllum foreldrum sem lögðu hönd á plóg varðandi Shell-mótið. Hrósum og þökkum þeim foreldrum sem lögðu leið sína til Westmannaeyja og aðstoðuðu liðstjórana og hvöttu strákana áfram > sem var ómetanlegt fyrir strákana og liðsstjórana :) Síðast en ekki síst ber að þakka liðstjórunum (Eggert, Ingó, Ási, Hólmgeir, Svavar, Jónas) fyrir þeirra framlag og hugrekki > þeir reyndust ekki síðri hetjur en strákarnir :) En allra síðast (en ekki síst) ber að þakka þjálfurunum þremur fyrir góðar stundir í Eyjum - Siguróli, Egill og Túfa reyndust vera algjör krútt! :)

En allra allra síðast viljum við í foreldraráði biðja liðsstjóra og foreldra að koma til okkar ábendingum um eitthvað sem hefði mátt gera betur eða öðruvísi, t.d. eitthvað sem vantaði á gátlistann (s.s. þurrkgrind (Tolli)), í Eyjum eða í heildarferlinu. Þannig getum við aðstoðað hópinn sem fer næst ár til Westmannaeyja. Ábendingar má senda á ellert@akureyri.is eða svavar@vordur.is.

Lang-síðast minnum við á facebooksíðuna sem hefur að geyma myndir frá Eyjum.

Með ást, virðingu og vinsemd f.h. foreldraráðs

EÖE



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is