Shell mótið 2015

Til foreldra á eldra ári

Nú viljum við fara að safna inn næstu greiðslu fyrir Shell mótið 2015 og er þar á meðal staðfestingjargjald til mótshaldara. Við viljum því biðja þá foreldra sem eru búnir að skrá sinn dreng  á mótið að greiða 15000 krónur inn á reikning flokksins bnr:0162-05-260319 kt: 490101-2330 fyrir 5. Febrúar.

Við förum með þrjú lið á mótið og það þarf því 6 fararstjóra með til Eyja. Þeir sem hafa áhuga mega endilega láta foreldrafélagið vitaJ Liðskipan er ekki komin en við munum fá grófa liðskipan fljótlega þannig að það verði hægt að raða liðstjórum endanlega niður á liðin. Fararstjórar þurfa að borga helming af fluginu, 18500 kr. Einnig verða til sölu sæti í vélina fyrir foreldra og kostar hvert sæti 37000, fyrstir sem skrá sig í vélina fá sæti (skráning á marthahermanns@gmail.com).

Skráning í Herjólf hefst 2. febrúar og er hann mjög fljótur að fyllast  þessa Shell móts helgi. Við viljum því benda fólki sem ætlar að nýta sér siglingarleiðina til Eyja að panta sér far strax í febrúar.

Hér kemur sundurliðun á kostnaðinum sem hver drengur þarf að borga:

36400 flug leikmanna
2800 flug þjálfara
4260 flug liðsstjóra
2400 þáttökugjald per lið

19000 þáttökugjald per leikmaður

5850 þáttökugjald per þjálfara og liðsstjóra

4000 bíll og bensín ?
2000 nesti

Það fer svo að líða að næstu fjáröflun þannig að við hvetjum alla til að vera með.

Bestu kveðjur

foreldraráð



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is