Sheep river hook tournament 2014

Eins og er orðið heimsfrægt á norðausturlandi þá er Króksmótið næstu helgi (9.-10. ágúst).

Skráningu er lokið og eru 43 strákar að fara f.h. 6. flokks, eða alls 7 lið.

Foreldrafundur verður í KA-heimilinu þriðjudaginn 5. ágúst kl. 19:00. Þar verða m.a.

  • liðskipaninininn tilkynnt
  • dregið í liðstjóralottóinu > þeir sem vilja vera með í liðstjórahlutverkinu eru vinsamlegast beðnir um að koma skilaboðum um slíkt a.s.a.p. til foreldraráðs
  • farið yfir gátlistann (hvað þarf að hafa með o.s.frv.)
  • önnur parktísk atriði
  • lokahóf flokksins

Sauðárkrókur

  • Liðið gistir í grunnskólanum/framhaldsskólanum. Staðfest staðsetning og stofunúmer berast frá Sauðárkrók e. miðja næstu viku.
  • Mæting á Krókinn á föstudag eftir kvöldmat. Nánari tímasetning í næstu viku.
  • Leikir liða fara fram ýmist fyrri part eða seinni part laugardags og sunnudags - og þá spilað þétt. Leikjaplanið ekki klárt enda allir í handahlaupi á Sauðarkróki vegna Unglingalandsmóts UMFÍ :)
  • Foreldraráð verður með nesti og næringu á milli máltíða sem fylgja mótinu.
  • Upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunninninni hér... http://kroksmot.wordpress.com/

Mótsgjald og greiðsla

  • Þátttökugjald per iðkanda er kr. 12.000.-
  • Vinsamlegast gangið frá greiðslu inná reikning 0162-05-260454 kt: 490101-2330 fyrir hádegi þann 5. ágúst.
  • Vinsamlegast setjið í skýringar upplýsingar um fyrir hvern er borgað svo þetta endi ekki í árshátíðarsjóði formanns og gjaldkera... skrifa í "Tilvísun" nafn barns.
  • Innifalið í gjaldinu er
    • Morgunmatur (lau.+sun.)
    • Hádegismatur (lau.+sun.)
    • Kvöldmatur (lau.)
    • Gisting
    • Kvöldvaka
    • Sund
    • Verðlaunapeningur
    • Liðsmyndir
    • Nesti/hressing milli máltíða (foreldraráð)
    • Hluti af gjaldinu er líka v/ þátttökugjalds fyrir sjö lið, þjálfara og liðsstjóra,
  • Stærðfræðingar NASA eru að klára að líma saman excelskjalið sem sýnir stöðuna m.t.t. fjáröflunar og inneigna vegna Shell-mótsins og ekki sam-lokum fyrir það skotið að einhverjir eigi þar skotsilfur sem hægt er að nýta til að maka Krókinn. Upplýsingar um stöðuna koma fljótlega :)

Og svo allt hitt sem við erum að gleyma...

En í tilefni helgarinnar... http://youtu.be/WvM5JPwSNjI

mbk

f.h. foreldraráðs EÖE

 

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is