Orkumótið 2016- Herjólfur

Sælir foreldrar drengja á eldra árinu

Eins og rætt var á fundinum á þriðjudaginn þá verður ekki flogið til eyja þetta árið. Við förum með rútu og þar sem það voru alls ekki allir sem mættu á fundinn þá vil ég biðja ykkur að skrá hér fyrir neðan í athugasemdir hvort að ykkar drengur fer með foreldrum til eyja eða hvort hann fer með rútunni (svo við vitum hversu stóra rútu við þurfum).

Farið í Herjólf er innifalið í mótsgjaldinu fyrir strákana en þurfa allir foreldrar að panta fyrir sig. Skráningin í Herjólf opnar 2. febrúar kl:10. Nauðsynlegt er að panta strax ef þið ætlið ykkur að fara því að það selst upp mjög fljótt. Strákarnir okkar fara með Herjólfi kl 17:15 á miðvikudeginum 22. júní og heim kl: 11 á sunnudeginum 26. júní. ALLIR TILBÚNIR VIÐ TÖLVUNA KL:10 Á ÞRIÐJUDAGINN. 

Einnig viljum við minna þá sem eiga eftir að borga 15.000 kr staðfestingargjaldið að borga fyrir mánaðarmótin. bnr:0162-05-260324 og kt:490101-2330.

Bestu kveðjur

Martha 

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is