N1-mótið 2017

N1-mótið er framundan (5-8 júlí) og verðum við með 3 lið til þess að fylla í mótið. Um er að ræða mót fyrir 5 fl kk og því ákveðinn stærðarmunur á þeim drengjum sem okkar drengir þurfa að eiga við.

Þeir drengir sem eru á eldra árinu (fæddir 2007) mega skrá sig og þarf að skrá sig sem allra fyrst eða fyrir 16.00 á morgun þriðjudag. Mótið kostar 7.500 kr á haus og fá drengirnir allt sem er innifalið í mótinu. Mat, mótsgjafir, bíó, sund o.s.frv. Vinsamlegast skráið drengina hér á síðunni.

Kveðja

Þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is