Mátun á peysum fyrir sumarið

Hæ hæ

Við erum svo hrikalega heppinn að Róbert í Leirunesti ætlar að gefa okkur peysur fyrir sumarið;)

Strákarnir fá allir gular peysur merktar með nafni og þarf því hver og einn að máta og finna rétta stærð.

Við ætlum að máta á morgun og viljum við biðja yngra árið að mæta hálftíma fyrir æfingu eða kl 10:30 upp í Boga til að máta. Mátun hjá eldra árinu verður svo eftir æfinguna.

Einnig viljum við ítreka að skráning hjá yngra árinu á Selfossmótið lýkur í dag.

Sumarkveðjur

Foreldraráð



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is