Leikjaplan og fleiri upplýsingar fyrir Króksmótið

Sælir foreldrar

Núna er leikjaplan komið á hreint og getið þið skoðað það hér: http://kroksmot.torneopal.com. Bendi ykkur á að þið getið farið í ‘clubs’ og séð þá alla ykkar leiki og einstakra flokka.

Einnig liggur fyrir að KA-drengirnir gista í Árskóla (grunnskólanum við hliðina á keppnisvöllunum), í stofum B5-8
Minnum á vöfflukaffið sem verður í KA hópnum eftir kvöldskemmtunina á laugardagskvöldið - sjá dagskrána hér.

Drengirnir keppa í sínum treyjum - en ef treyjur vantar þá vinsamlegast hafið samband við þjálfara.

Bkv

Foreldraráð



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is