Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Króksmótið - Biblíuupplýsingar
Fyrst; Takk fyrir fínan foreldrafund í kvöld þar sem línurnar voru lagðar fyrir helgina!
Í annan stað er þetta hrikalega merkilega langur texti í anda biblíusagna en það er ekki einu orði hér ofaukið og allt skyldulesning fyrir helgina - góðar stundir og ennþá betri lestur...
Í hnotskurn var þetta svona á fundinum áðan:
- 7 lið (44 strákar) og keppt í 4 styrkleikjaflokkum (A-B-C-D-lið)
- 4 þjálfarar (Tufa, Egill 843-0463, Atli, Siguróli 692-6646)
- Leikmenn gista í Fjölbrautarskóla norðvesturlands (FNV) sem er næstum því við völlinn (KA-á þar alla efri hæðina)
- Leikjaplan liggur fyrir á föstudaginn (foreldrar vakta það á heimasíðu mótsins með okkur)
- Leikmenn koma sér sjálfir á krókinn (þó með aðstoð foreldra, spurning um að foreldrar samræma akstur þar sem við á #hafasamband #athuganáungann:))
- Tilmæli þjálfara að leikmenn mæti eftir kvöldmat á föstudaginn í Árskóla (e. kl. 20:00) og þá sér í lagi leikmenn liða sem eiga leiki laugardagsmorguninn.
- Leikir hefjast kl. 09:00 á laugardegi. Liðin leika ýmist fyrri eða seinni part laugardags.
- Foreldrar hafa samband við liðstjóra síns liðs og láta vita varðandi mætingu á föstudaginn/laugardaginn (hugmynd að senda þeim SMS með nafni leikmanns og upplýsingum um mætinguna). Vinsamlegast hafið samband við liðsstjóra fyrr en síðar varðandi þennan lið!
- Skrúðganga á laugardagskvöldinu - fyrir kvöldvökuna - foreldrar taka sér stöðu í stúkunni í skrúðgöngunni og bara liðsstjórar fylgja liðinu í skrúðgöngunni :)
- Mótsslit eru áætluð um kl. 15:00 og þá ætlum við að sýna mátt okkar KA-manna og vera fjölmenn í stúkunni og á svæðinu við mótsslitin, þ.e.a.s. verum öll á svæðinu fram yfir mótsslitin. #ekkikvissbúmmbangogfarinneftirsíðastaleik #horfaáöllKAliðin #sterkliðsheild
- Þeir sem hafa ekki gengið frá greiðslu gera það vinsamlegast sem fyrst - sjá greiðsluupplýsingar í eldri færslum.
- Foreldraráð með samlokur og hressingar á milli máltíða + vöfflukaffi eftir kvöldvökuna (KA á vöfflujárn og samlokugrill sem verða á svæðinu).
- Foreldrar geta ekki skorast undan því þegar liðsstjórar leita þeirra aðstoðar við hin ýmsu verkefni og þrautir sem geta komið upp um helgina, s.s. hleypa liðsstjóra á WC, sundferðir #teamwork #allirfyrireinnogeinnfyriralla :)
- Hér að neðan er liðsskipanið og úrslit úr liðsstjóralottóinu.
- Neðst er svo gátlistinn fyrir leikmennina um það hvað á að hafa og hvað ekki.
- Horft til þess að hafa "lokahóf" 16. eða 17. ágúst á KA svæðinu, með grilli og foreldraáskorunarfótbolta. #þettaerþóekkibúiðeftirlokahófið
- KSÍ-pollmót fyrir austan (Egilsstaðir?) laugardaginn 16. ágúst. Þrjú KA lið keppa (þau sömu og kepptu á KA vellinum í júní).
- Flokkurinn æfir saman fram í byrjun september og þá ganga "menn" upp um flokk eða fara á eldra ár. Í september verða tvær æfingar á viku (+laugard.?). Stutt frí verður í október og svo allt aftur á fullt swing! (Þetta er þó allt mjög líklegt og hugsanlega eins og það líklega verður) :)
Liðskipan á Króksmótinu + liðsstjórar
- Siggi B
- Garðar
- Hákon Atli
- Gummi
- Halli
- Siggi H.
- Björgvin
- Ísak Óli
- Aron Orri
- Eysteinn
- Bárður
- Dagur
- Mikael
- Jónas
- Eyþór
- Breki
- Viktor Sig
- Ari Valur
- Björn Orri
- Gabríel
- Oddgeir
- Valur
- Ernir
- Victor
- Þórsteinn
- Sindri
- Óskar
- Ísak Sv.
- Rajko
- Heiðmar
- Gísli
- Hákon Orri
- Marinó Þorri
- Hermann
- Hjörtur
- Kristófer
- Snæbjörn
- Tjörvi
- Róbert
- Krister
- Tristan
- Alex
- Ingólfur
Gátlisti fyrir Króksmótið 2014.
- KA-útvegar keppnistreyju per leikmann.
- Dýna (einbreið dýna eða vindsæng > teppi undir vindsængur)
- Svefnpoki eða sæng
- Koddi
- Tannbursti og tannkrem
- Náttföt
- Nærföt
- Sokkar
- Auka föt (föt í tvo daga) s.s. buxur, sokkar
- Félagsgalli
- Fótboltaskór (keppnisskór)
- Auka fótboltaskór (ef þeir eru til)
- Fótboltasokkar (gulir KA)
- Fótboltalegghlífar
- Vatnsbrúsi
- Stuttbuxur KA
- Sundföt
- Sundpoki
- Handklæði
- Sápa / Sjampó
- Þvottapoki
- Útiföt (hlý föt! muna, klæða sig ávalt eftir veðri)
- Regn- og/eða vindföt
- Úlpa/hlý peysa
- Húfa og vettlingar
- Afþreyingarefni (spil/bók/blað fyrir svefninn)
Merktu allt. Allur búnaður, hver einstök flík, skór meðtalið, skal vera mjög vel merkt með nafni, síma og félagi.
Strákarnir pakka. Fáið strákana í lið með ykkur að pakka svo að þeir viti hvað þeir eru með.
Ein taska. Allur farangur á að vera í einni tösku ekki í plastpokum.
Að lokum...
Enga peninga. Ekkert sælgæti. Enga síma. Engan tölvu-/rafbúnað. Engar HM-möppur/myndir.
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA