Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Króksmót: Frá mótsstjóra
Sæl
Um leið og ég þakka ykkur öllum fyrir að hafa komið á Króksmót langar mig til að biðjast afsökunar á öllu því sem miður fór. Það lá fyrir strax á föstudagskvöld að leikjaplan hjá okkur var ekki 100 % áreiðanlegt. Við þær breytingar sem við þurftum að gera þá fór af stað keðjuverkun sem við náðum aldrei í skottið á okkur með. Úrslit skráðust vitlaust og reiknuðust vitlaust og engin tími gafst til að yfirfara þau áður en við birtum þau, svona gekk þetta klukkutíma fyrir klukkutíma alla helgina. Plan A klikkaði og það var ekkert plan B :-) Þessa vinnu og vitleysu tek ég á mig og bið alla sem urðu fyrir ónæði og óánægju vegna þess afsökunar. Ég vona að þetta hafi ekki áhrif á ykkur þegar kemur að því að velja mót næsta sumars því svona vitleysa kennir manni þá lexíu að láta þetta ekki koma fyrir aftur. Um leið og ég biðst afsökunar aftur langar mig til þess að biðja ykkur um að koma þessu á framfæri til ykkar fólks sem fyrir þessu varð en var ekki var í póstsamskiptum við mig.
Virðingarfyllst og kær kveðja: Guðjón Örn Jóhannsson - Mótsstjóri Króksmótsins
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA