Helstu upplýsingar um Orkumótið

Góðan daginn

Það hefur flætt heill hellingur af upplýsingum frá foreldraráðinu undanfarna daga á facebook. Hér kemur ekkert nýtt fram, en svo að þessar upplýsingar skili sér til allra var ákveðið að henda í einn upplýsingapóst.

  • Mæting í KA heimilið miðvikudaginn 27. júní kl. 7:30. Muna eftir bláu KA hettupeysunni.
  • Strákarnir þurfa nesti á leiðinni, en stoppað verður í Borgarnesi þar sem boðið verður upp á samloku og franskar. Næsta máltíð er ekki fyrr en um kvöldið, þannig að mikilvægt er að strákarnir séu með nóg af nesti. Gos, kex og nammi er ekki í boði.
  • Ekki er leyfilegt að mæta með síma og/eða spjaldtölvu í rútuna. Hægt verður að horfa á mynd í rútunni og gott væri ef einhver gæti tekið með sér dvd myndir.
  • Hvert lið verður með einn bíl til umráða. Nauðsynlegt er að foreldrar séu tilbúnir í skutl, þar sem bíllinn er bara fimm manna.
  • Liðstjórastarfið er skemmtilegt, en krefjandi. Verum dugleg að hjálpast að og leysa liðstjórana af endrum og eins 😊
  • Hvert lið verður með sér facebook síðu. Sú síða er aðallega til að vera í samskiptum við hina foreldrana í liðinu og ákveða að gera eitthvað saman, biðja um skutl eða eitthvað því um líkt. Gaman væri að fá myndir inn á sameiginlegu Orkumóts-facebook-síðuna.

 Liðstjórar:

KA1: Anton Helgi Jóhannsson, bróðir Arnars Eyfjörðs. S: 845-1532

KA2: Hafsteinn Lúðvíksson, pabbi Ríkharðs. S: 843-5250

          Skúli Pálsson, pabbi Andra Þórs. S: 898-5550

          Björn Leifur Þórisson, pabbi Jóhanns Vals. S: 860-5432

KA3: Sigmundur Magnússon, pabbi Bergs. S. 852-2020

          Ragnar Bjarnason, pabbi Svánis. S: 898-9846

Á facebook má finna hóp sem heitir Orkumót KA 2018. Endilega bætið ykkur í þann hóp hérna. Inni í þessum hóp má finna helstu upplýsingarnar um Orkumótið, upplýsingar um sameiginlegar ferðir í afþreyingu og o.þ.h. Það væri líka gaman að fá myndir af strákunum :)

Liðin þrjú eru svo með sér facebook-síðu. Það er gert svo að auðveldara sé fyrir foreldra að hafa samskipti við aðra foreldra í liðinu. T.d. hvar næsti leikur sé, hvort að einhver geti séð um skutl, það vantar nesti eða eitthvað í þá áttina. 

KA1 - facebook síða.      KA2 - facebook síða.     KA3 - facebook síða

Gátlisti:

Takkaskór

Legghlífar

Keppnistreyja

Stuttbuxur

Gulir fótboltasokkar – gott að hafa fleiri en eitt par

Hlý föt – gera má ráð fyrir alls konar veðri í Vestamannaeyjum. Regn-/vindgalli, úlpa, húfa, vettlingar.

Vatnsbrúsi

Dýna – ef um vindsæng er að ræða þá þarf teppi að fylgja með til þess að setja undir vindsængina. Allar dýnur eiga að vera einbreiðar.

Sæng/svefnpoki og koddi

Sundföt

Handklæði

Tannbursti og tannkrem

Spil og þeir sem eiga DVD myndir mega koma með til þess að horfa á í rútunni.

MUNA EFTIR BLÁU KA PEYSUNNI! Mæta í henni í rútuna.

MERKJA ALLT VEL!!

Áfram KA!



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is