Greiða staðfestingargjald vegna Shell-móts 2014

Kæru foreldrar drengja á eldra ári.

Vegna þátttöku á Shellmótinu þarf að greiða kr. 15.000.- í staðfestingargjald fyrir hvern leikmann fyrir 2. desember n.k. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt ef hætt er við ferðina. Reiknisnúmer er 0162-05-260454 kt: 490101-2330. MUNA AÐ SKRÁ NAFN DRENGSINS. Gjaldið núna er vegna flugsins. Í febrúar verður innheimt aftur vegna greiðslu á staðfestingargjaldinu til mótshaldara.

Við erum búin að fá tilboð í 50 sæta Fokker vél frá Flugfélagi Íslands sem flýgur beint frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við þurfum að greiða staðfestingargjald fyrir vélina í byrjun desember. Brottför á miðvikudegi og heimkoma á laugardagskvöldi.

Liðstjórar borga hálft flugfargjald (17.000 kr.) en fá frítt fæði/gistingu í Eyjum.

Kostnaður per dreng: ATH GJÖLD 2013 – verður mjög áþekkt næsta ár.
30.500 (flug)
17.500 (Þátttökugjald fyrir hvern dreng)
13.000 (Greiðsla fyrir liðstjóra/þjálfara)
2.000 (Þátttökugjald fyrir liðið, hver drengur borgar 2000 kr., alls 17.500 kr. fyrir liðið)
4.000 (bíll í Eyjum+bensín)
2.000 (ca fyrir nesti)

Alls ca.69.000 kr.

Hópurinn í dag telur 28 leikmenn, 2 þjálfara og 6 sæti fyrir liðsstjóra.

Fljótlega verður farið í að skipa liðstjóra á mótið. Forgangur í hlutverk liðstjóra raðast svo 1) foreldraráð, 2) fjáröflunarnefnd, 3) foreldrar sem hafa verið liðstjórar áður, 4) aðrir áhugasamir foreldrar.

Við höfum ca. 14 sæti í vélinni sem við þurfum að selja. Flugsætið kostar 35.000 kr. Flugsætin verða seld þegar endanlegur listi keppenda verður ljós og það þarf að greiða staðfestingargjald við bókun.
Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að kaupa flugsæti til Vestmannaeyja eru beðnir að senda skráningu til ellert@akureyri.is - ATH ef eftirspurn verður meiri en framboð þá verður dregið úr hópi umsækjenda. ATH AFTUR… Skráning er bindandi!

Mikilvægt er að bóka gistingu tímanlega í Eyjum og einnig í Herjólf, fyrir þá sem eru á eigin vegum.
Upplýsingar um mótið er á síðunni www.shellmot.is , þar er hægt að sjá upplýsingar um gististaði. Hægt er að bóka Herjólf á netinu á síðunni www.herjolfur.is

Tilkynnist hér með :)

Góðar stundir

f.h. foreldraráðs
EÖE



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is