Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Goðamót 14. - 16. mars 2014. Liðin, leikir og liðsstjórar óskast!
Goðamótið fer fram um helgina í Boganum.
Alls eru 41 drengur skráður til leiks og skiptast þeir niður í sjö lið þar sem spilaður er 5-manna bolti á Goðamótinu.
Þátttökugjald per leikmann er kr. 3.800.- og vinsamlegast milliðfærið gjaldið inná reikning flokksins fyrir kl. 13:00 á föstudaginn. Reiknisnúmer er 0162-05-260454 kt: 490101-2330. MUNA AÐ SKRÁ NAFN DRENGSINS. KA greiðir hluta af uppsettu þátttökugjaldi þar sem við nýtum okkur ekki allt sem er innifalið í gjaldinu. Sjá nánar um mótið á eftirfarandi vefslóð http://mot.thorsport.is/mot/Frett.aspx?ID=525
Á föstudaginn skulu leikmenn mæta 40 min. fyrir fyrsta leik í búningsklefa á neðri hæð Hamars (félagsheimili Þórs). Þar tekur liðsstjóri(ar) á móti leikmönnum og deilir út treyjum. Foreldraráð kemur treyjum út í Boga. Leikmenn mæta með sokka og stuttbuxur.
Á milli leikja vera leikmenn á ábyrgð og umsjón foreldra og forráðamanna. Frá þessu er þó ein undantekning og hér reynir á liðsstjóranna, þ.e. þegar hópurinn fer með rútu í Brynju og fær sér ís. Liðsstjórar leita sér upplýsinga hjá mótahöldurum hvernær þeirra lið er áætlað í Brynjuís.
Það kemur í hlut liðstjóra hvers liðs að ákveða fyrirkomulagið varðandi hitting fyrir hvern leik, þ.e. hvar og hvenær. Ágætis þumalputtaregla í þessu væri að ákveða einn stað (alltaf sama stað) og fljótlega eftir að leikurinn á undan er byrjaður :)
Við ráðgerum að það verði amk einn liðsstjóri per lið og í beztasta lagi að deila því niður á milli daga og jafnvel innan daganna... if you know what I mean :) En annað sem mikilvægt og það er að liðstjóra vantar í KA5 laugardag og sunnudag. Foreldrar og forráðamenn vinsamlegast kynnið ykkur málið og hafið samband og látið vita hver tekur á sig hvaða verkefni. UPDATE: Búið að manna liðsstjóra hjá KA6 - sjá hér!
Leikjafyrirkomulagið er að finna hér og riðlaskiptingin er hér. Vinsamlegast athugið að þetta gæti tekið breytingum fram að fyrsta leik en vonandi kemur ekki til þess :)
Hér er örugglega eitthvað að gleymast í upptalningunni en svona eru þessir miðvikudagar...
Liðin, leikirnir og liðstjórarnir eru annars svona...
Hægt er að sækja skjalið með liðunum nhér - smellið hér!
mbk
f.h. foreldraráðs
EÖE
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA