GOÐAMÓT

Komið þið sæl

Framundan er Goðamótið í 6 fl kk.  Mótið er dagana 9-11 mars og er eitt af stóru mótum ársins.  

Við erum skráð með 8 lið.  Allir sem ætla að vera með þurfa að skrá sig hér í commentum.

Goðamót Þórs eru sannkölluð knattspyrnuveisla fyrir stelpur og stráka í 5. og 6. flokki. Á hverjum vetri eru haldin fjögur mót, en frá því að Boginn var tekinn í notkun 2003 hafa verið haldin yfir 50 Goðamót. 


Hér að neðan má sjá upplýsingar um mótið (við gistum ekki).


Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á gott mót, gott skipulag og að allar tímasetningar standist. Stutt er frá Glerárskóla, þer sem gestaliðin gista og borða, yfir í Bogann þar sem allir leikir eru spilaðir. Í Glerárskóla er einnig innangengt í Glerárlaug, sem nýtist þátttakendum mótanna mjög vel.

Í 5. flokki karla og kvenna er keppt í sjö manna bolta, 2x12 mínútur.
Í 6. flokki karla og kvenna er keppt í fimm manna bolta, 2x10 mínútur.

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is