Fótboltaveisla á laugardaginn + peysuafhending!

Það verður fótboltaveisla á laugardaginn. Spilæfing, hamborgaraveisla og KA-Víkingur í Pepsi.

Það er mæting kl. 11:30 á KA-völl þar sem tekin verður skemmtileg spilæfing.

Í kjölfarið grillar foreldraráðið hamborgara og deilir út KA-peysunum* áður en rölt verður niður á Akureyrarvöll.

Þar hefst KA-Víkingur kl. 14:00 í Pepsideildinni. 

*KA-peysurnar eru gular hettupeysur (orkumótspeysur) sem drengirnir mátuðu fyrr í vetur, verða merktar með nafni. 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is