Fimleika- & parkourfjör á laugardaginn!

Laugardagurinn 14. desember er merkilegur fyrir margar sakri, t.d. síðasta æfingin hjá strákunum í Boganum fyrir jólafrí en einnig er dagurinn með Sól í Krabba, Tungl í Vog og Rísandi í Ljóni, á sjöundu gráðu. Hann er með Júpíter í samstöðu við Tungl og í spennuafstöðu við Sól. Hann er því að upplagi frekar jákvæður, léttlyndur og kærulaus vikudagur!

Til að fagna þessum laugardegi ætlum við gera okkur öðruvísi stund milli kl. 14:30-15:30 í Fimleikahúsinu í Giljaskóla.

Þrír þjálfarar á vegum FIMAK ætla að taka strákana í fimleikafjör og parkour í þessum 1000 m2  sem eru fullir af spennandi græjum.

Dress-code-ið er stuttbuxur og bolur, berfættir.

Mæting er frjáls en þeir sem ætla að vera með mæta kl. 14:20

Frábært væri að fá tölvupóst á ellert@akureyri.is um það hvort ykkar leikamaður ætli að mæta eður ei - það auðveldar allt skipulag og fjörið miklu betur í salnum - takk takk

f.h. foreldraráðs EÖE



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is