Facebook síða flokksins og staðfestingargjald

Sælir foreldrar

Fjáröflunarnefndin er búin að gera facebook síður fyrir flokkinn og biðjum við ykkur að fara inn á síðuna og "joina": https://www.facebook.com/groups/1082536635111263/

Vegna þátttöku á Orkumótinu í Eyjum þarf að greiða kr. 15.000.- í staðfestingargjald fyrir hvern leikmann inn á bnr:0162-05-260324 og kt:490101-2330 fyrir 2. desember n.k. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt ef hætt er við ferðina. MUNA AÐ SKRÁ NAFN DRENGSINS. Gjaldið núna er vegna staðfestingargjald fyrir mótshaldara. Aðeins eldra ár:)

Hópurinn í dag telur 30 leikmenn, 2 þjálfara og 6 liðsstjórar.

Fljótlega verður farið í að skipa liðstjóra á mótið. Forgangur í hlutverk liðstjóra raðast svo 1) foreldraráð, 2) fjáröflunarnefnd, 3) foreldrar sem hafa verið liðstjórar áður, 4) aðrir áhugasamir foreldrar.

ATH AFTUR… Skráning er bindandi!

Mikilvægt er að bóka gistingu tímanlega í Eyjum og einnig í Herjólf, fyrir þá sem eru á eigin vegum.
Upplýsingar um mótið er á síðunni www.orkumot.is , þar er hægt að sjá upplýsingar um gististaði. Hægt er að bóka Herjólf á netinu á síðunni www.herjolfur.is

Góðar stundir

Foreldraráð



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is