Goðamót - liðsstjórar, lið, leikir, upplýsingar og peysumátun

10. mars kl. 14:38
Komnir liðstjórar í 50% liðanna - nú verða foreldrar að stíga fram í þessum 5 liðum sem vantar liðsstjóra og tilkynna sig inn! :)

Orkumótsmátunarpeysunar verða í dómaraherberginu (eða úti á velli á í mátun) ásamt nafnalista sem á að fylgja opkanum/peysunum og þar á að merkja við stærðir!

-----

Heil og sæl 

Upplýsingar um liðin og leikina eru komnar á síðuna og má sjá hér!.
Nú þarf að stíga fram amk eitt foreldri í hverju liði sem liðsstjóri til...

  • að taka við mótsgjaldinu fyrir hvert lið og koma því til gjaldkera mótsins,
  • að tryggja að liðið fari í liðsmyndatöku, 
  • að allir máti peysur,
  • að stýra upphitun og
  • að tryggja að allir séu mættir á réttan völl á réttum tíma,
  • auk annarra skemmtiatriða :)

Foreldrar í hverju liðið ákveða í samráði ísferð, sundferð og hádegismat hvers liðs. 

Um helgina fer fram mátun á Orkumótspeysum (gular hettupeysur, merktar með nafni og nokkrum auglýsingum). Peysurnar eru fyrir alla stráka í flokknum (eldra og yngra ár). Liðsstjórar hvers liðs tryggja að allir liðsmenn máti peysu um helgina. 

Liðsstjórar skrá sig í comment undir upplýsingum um liðin og leikina.

Liðsstjóraskráningin lítur svona út núna (10/3 kl. 17:16):  
KA1 = Birgir (Sigursteinn)
KA2 = Ási (Áka) / EÖE (Þórir)
KA3 = Steini (Jakob) / Benedikt (Ingó)
KA4 = Valgerður (Ívar R) / Jói (Ívan)
KA5 =
KA6 = Þórlaug (Tómas)
KA7 =
KA9 = Sigmundur (Bergur Magnús)
KA10 = 
KA11 = Halla (Gabríel Snær)

mbk foreldraráð

Eftirfarandi eru upplýsingar frá mótshöldurum: 

Upplýsingar fyrir þátttakendur frá K.A.

Þátttökugjaldið er 5.000 krónur
Innifalið er fótboltamótið, mótsgjöf frá Goða, frítt í sund í Glerárlaug á fyrirfram ákveðnum tímum, ís í Ísgerðinni Kaupangi á laugardegi, liðsmyndatökur á föstudegi, hádegismatur í Glerárskóla á laugardegi, Goðapylsur í Hamri á sunnudegi.

Ísferð í Kaupang: Þátttakendum frá Akureyrarliðunum er frjálst að fara á eigin vegum í Ísgerðina í Kaupangi og þiggja ísinn, í stað þess að þurfa að festa sig við ákveðna tímasetningu á rútuferð frá Hamri. Sýna þarf mótsarmbandið til að fá ísinn og gildir þetta á þeim tíma sem opið er í Ísgerðinni á laugardegi þegar viðkomandi mót fer fram. Ísgerðin býður einnig fjölskyldum þátttakenda upp á 20% afslátt þá helgi sem mótið fer fram.

Liðsstjórar sem hyggjast nýta rútuferðina þurfa að hafa samband við mótsstjóra á föstudegi.
Greiða þarf þátttökugjaldið í einu lagi fyrir hvert lið (eða öll liðin saman), en ekki þannig að einstaklingar komi og greiði hver fyrir sitt barn hjá mótsstjórn. Foreldraráð í flokknum eða liðsstjórar viðkomandi liða komi þá til gjaldkera á föstudegi (eða í síðasta lagi strax eftir fyrsta leik liðs á laugardegi) og gangi frá greiðslunni.

Einnig má leggja inn á 0565-26-147500, kt. 670991-2109, staðfestingarpóstur sendist á godamot@thorsport.is, og mikilvægt að taka fram nafn félags, hvaða mót og hvaða lið.

Boðið er upp á systkinaafslátt ef börn úr sömu fjölskyldu (eða sama barn) taka þátt í fleiru en einu Goðamóti. Þá þarf að senda tölvupóst til godamot@thorsport.is með nöfnum barnanna og taka fram í hvaða mótum þau taka þátt. Systkinaafsláttur: Fyrsta barn greiðir fullt gjald (5.000 kr.), en annað, þriðja o.s.frv. greiða hálft gjald (2.500 kr.)

Upplýsingar, leikjadagskrá, úrslit og fleira á godamot.is og facebook.com/godamot. Netfang: godamot@thorsport.is Mótsstjórn er á 2. hæð í Hamri

Mótsstjóri er Haraldur Ingólfsson Vekjum athygli á því að öll neysla matar og drykkja (annars en vatns) er bönnuð inni á gervigrasinu. Minnum á að bílastæði eru við báða enda Bogans.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is