Egilsstaðir; hópurinn og fyrstu upplýsingar!

Upphaflega stóð til að fara með 6 lið á Egilsstaði n.k. sunnudag en þar sem eitt lið dró sig út úr C-liða keppninni stóðu bara eftir lið frá KA (x2) og Þór (x1) og því ákveðið að leika C-liða keppnina á Akureyri (vonandi) í næstu viku > því fara bara 4 KA-lið austur að sinni. 

Þjálfarar hafa tilkynnt hópinn sem fer austur á Egilsstaði:

  1. Aron Orri
  2. Bárður
  3. Björgvin Máni
  4. Björn Orri
  5. Breki
  6. Dagur Smári
  7. Ernir
  8. Eysteinn
  9. Eyþór
  10. Gabríel
  11. Garðar
  12. Guðmundur
  13. Haraldur Máni
  14. Hákon Atli
  15. Heiðmar
  16. Ísak Óli
  17. Jón Haukur ?
  18. Jónas
  19. Mikael Aron
  20. Oddgeir
  21. Sigurður B
  22. Sigurður H
  23. Snæbjörn
  24. Valur
  25. Victor Örn
  26. Viktor

Þjálfarar og foreldraráð gerir ráð fyrir því að allir leikmenn fari saman með rútu (þ.e.a.s. rútukostnaðurinn deilist á hópinn sem er að fara, þ.m.t. liðsstjóra sem fara með rútunni). Hvað gjaldið verður per leikmann fyrir rútuna liggur fyrir síðar í dag/morgun. Stefnt er að því að fara með 35 sæta rútu og því örfá sæti laus fyrir foreldra (26 leikmenn + 1 þjálfari + 4 liðsstjórar). Fyrstur kemur fyrstur fær þau fáu sæti sem eru í boði (í 35 manna rútunni) - ská í comment fyrir neðan.

Ef áhugi foreldra gæti fyllt 50 sæta rútu er hægt að skoða þann möguleika að stækka rútuna (þyrftum þá að ná hátt í 18 foreldrum til að fylla slíka rútu). Vilja foreldrar fá 50 sæta rútu? Skrifið í comment hér undir!

Foreldrar gætu líkað sameinast í bíla austur í samfloti með rútunni :) Gott að fá upplýsingar um foreldra sem ætla austur í comment hér fyrir neðan :)

Liðsstjórar: upplýsingar um liðsstjóra koma inn ásamt upplýsingum um gjaldið fyrir helgi.

Horft er til þess að fara af stað kl. 09:00 frá KA heimilinu á sunnudaginn. Fyrsti leikur er kl. 13:00 og síðasti leikur endar rúmlega 17:00. Drengirnir koma sjálfir nestaðir fyrir daginn (holt og orkuríkt nesti > ekkert gos eða aðra vitleysu :)) Eftir leikina verður farið saman að borða á Egilsstöðum (hamborgari og franskar) áður en farið er af stað. Gjaldið fyrir burgerinn verður innheimt samhliða rútugjaldinu.

Sem fyrr í hópferðum liðsins þá eru öll raftæki afþökkuð í ferðalagið en kjörið að taka með eitthvað lesefni í rútuna.

Upplýsingar um gjaldið koma inn fyrr en síðar og á sama tíma erum við að athuga stöðu leikmanna með inneignir vegna Shell og Arsenalskólans sem hægt er að nýta í þessa ferð.

Lokahóf flokksins er nú skoðað í samhengi við C-liða keppnina/leikina sem fara fram á Akureyri í næstu viku (nánar síðar um það).

mbk, EÖE



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is