Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Egilsstaðir; hópurinn og fyrstu upplýsingar!
Upphaflega stóð til að fara með 6 lið á Egilsstaði n.k. sunnudag en þar sem eitt lið dró sig út úr C-liða keppninni stóðu bara eftir lið frá KA (x2) og Þór (x1) og því ákveðið að leika C-liða keppnina á Akureyri (vonandi) í næstu viku > því fara bara 4 KA-lið austur að sinni.
Þjálfarar hafa tilkynnt hópinn sem fer austur á Egilsstaði:
- Aron Orri
- Bárður
- Björgvin Máni
- Björn Orri
- Breki
- Dagur Smári
- Ernir
- Eysteinn
- Eyþór
- Gabríel
- Garðar
- Guðmundur
- Haraldur Máni
- Hákon Atli
- Heiðmar
- Ísak Óli
- Jón Haukur ?
- Jónas
- Mikael Aron
- Oddgeir
- Sigurður B
- Sigurður H
- Snæbjörn
- Valur
- Victor Örn
- Viktor
Þjálfarar og foreldraráð gerir ráð fyrir því að allir leikmenn fari saman með rútu (þ.e.a.s. rútukostnaðurinn deilist á hópinn sem er að fara, þ.m.t. liðsstjóra sem fara með rútunni). Hvað gjaldið verður per leikmann fyrir rútuna liggur fyrir síðar í dag/morgun. Stefnt er að því að fara með 35 sæta rútu og því örfá sæti laus fyrir foreldra (26 leikmenn + 1 þjálfari + 4 liðsstjórar). Fyrstur kemur fyrstur fær þau fáu sæti sem eru í boði (í 35 manna rútunni) - ská í comment fyrir neðan.
Ef áhugi foreldra gæti fyllt 50 sæta rútu er hægt að skoða þann möguleika að stækka rútuna (þyrftum þá að ná hátt í 18 foreldrum til að fylla slíka rútu). Vilja foreldrar fá 50 sæta rútu? Skrifið í comment hér undir!
Foreldrar gætu líkað sameinast í bíla austur í samfloti með rútunni :) Gott að fá upplýsingar um foreldra sem ætla austur í comment hér fyrir neðan :)
Liðsstjórar: upplýsingar um liðsstjóra koma inn ásamt upplýsingum um gjaldið fyrir helgi.
Horft er til þess að fara af stað kl. 09:00 frá KA heimilinu á sunnudaginn. Fyrsti leikur er kl. 13:00 og síðasti leikur endar rúmlega 17:00. Drengirnir koma sjálfir nestaðir fyrir daginn (holt og orkuríkt nesti > ekkert gos eða aðra vitleysu :)) Eftir leikina verður farið saman að borða á Egilsstöðum (hamborgari og franskar) áður en farið er af stað. Gjaldið fyrir burgerinn verður innheimt samhliða rútugjaldinu.
Sem fyrr í hópferðum liðsins þá eru öll raftæki afþökkuð í ferðalagið en kjörið að taka með eitthvað lesefni í rútuna.
Upplýsingar um gjaldið koma inn fyrr en síðar og á sama tíma erum við að athuga stöðu leikmanna með inneignir vegna Shell og Arsenalskólans sem hægt er að nýta í þessa ferð.
Lokahóf flokksins er nú skoðað í samhengi við C-liða keppnina/leikina sem fara fram á Akureyri í næstu viku (nánar síðar um það).
mbk, EÖE
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA