Bleikja- næsta fjáröflun

Þá er komið að næstu fjáröflun hjá 6. flokki KA. Þessi söfnun er fyrir bæði eldra og yngra ár. Við ætlum núna að selja bleikju í 2.5 kg. öskjum. Hvert stykki er pakkað í lofttæmdar umbúðir og er afar þægilegt að eiga í frysti. Seljum öskjuna á 5.000 kr og fyrir hverja selda öskju renna 2.225 kr í ferðasjóðinn hjá ykkar barni. Þetta er eðalvara sem ætti að vekja lukku.

Þið hafið til 20. febrúar að selja bleikjuna. Meldið inn pöntun í athugasemdir á facebook síðu fjárölfunarinnar: Fjárölfun KA 6.fl.-Shell-og Selfossmót 2015, https://www.facebook.com/groups/885362544816222/

Einnig viljum við benda á að klósett- og eldhúspappír salan verður opin fram að vor þannig að endilega selja og selja:)



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is