Æfing í Naustaskóla á laugardaginn.

Hej och hó!

Á laugardaginn (2/3) verður ekki hefðbundin knattspyrnuæfing hjá strákunum vegna mótahalds í Boganum. Að því tilefni ætlar foreldraráð að boða til "æfingar" í Naustaskóla á laugardaginn kl. 11:00-12:00. Leikar fara fram innanhús og undir þaki skólans og krefst íþróttaklæðnaðar en þó ekki skóbúnaðar, legghlífa, markmannshanska eða annara hjálpartækja knattspyrnunnar - bara hefðbundinn '80 íþróttafatnað! Að beiðni þjálfara laugardagsins er nærveru okkar foreldranna afþökkuð og við beðin um að taka okkur t.d. rúnt í Brynjuís, skoða gamla báta eða eitthvað í þeim dúr milli kl. 11:00 & 12:00.

 

Með meztu kveðju

f.h. foreldraráðs

EÖE



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is