Upplýsingar til foreldra og iðkenda

Á morgun fimmtudag er ég ekki með æfingu og ásgeir kemst ekki þannig að Arnar Gauti heitir hann sem verður með æfinguna.

Stelpurnar þurfa að finna eitthvað ákveðið fagn sem þær ætla að sýna á lokahófiun á föstudaginn sem er frá kl 16:00-18:00

Mig vantar 8 stelpur til að vera boltasækjarar á m.fl leiknum sem fer fram á Akureyrarvelli á föstudag kl 18:15 á Akureyrar velli skrá sig í comment

Á laugardag kl 10:00 verður leikur hjá A-liðinu á móti RKV kl 10:00 um morguninn og veðrur mæting kl 09:00. Ég (Egill) verð með þangað til í háfleik og þá fer ég og tek fund og undirbúning fyrir 3.fl kv A leik sem er strax á eftir og Ásgeir klárar æfingun

Einhverjar stelpur þurfa að spila með 3.fl kv B-lið sem spilar kl 13:00 á laugardag..Ég set inn hópana bæði fyrir 4.fl kv A liðs leikin og 3.fl kvenna B-liðs leikinn hérna inná síðuna þannig þið sjáið hvernig þetta allt er.

Á mánudag verður frí frá æfingum. Æfum síðan á þriðjudag frí miðvikudag og leikur fimmtudag hjá A-liðinu á móti Þór síðasti leikur sumarsin.

Eftir þetta verður frí fram yfir helgina 6-7.september og síðan byrja æfingar með nýjum flokkum eftir þá helgi.

Flottur leikur hjá B-liðinu í dag og var alveg magnað að fylgjast með hvað þið eruð búnar að vera duglegar að bæta ykkur síðust vikur,, the hard work pays off !!

Vona að þetta séu hagnýtar upplýsingar.. en ég set hérna inn annað kvöld alla hópa fyrir laugardaginn..

Muna að skrá sig til að vera boltasækjari á föstudag.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is