Stefnumót

Helgina 22.-24. janúar verður Stefnumót í Boganum fyrir stelpur í 3. og 4. flokki.

Skráning er fram á mánudagskvöld 18. janúar og þarf um leið að borga mótsgjald 4.000 kr. inn á reikning 162-05-260293 kt. 490101-2330 en inni í því er matur mótsdagana. Muna þarf að setja nafn stelpunnar sem skýringu með greiðslu.
Þar sem Stefnumótið er aðalfjáröflun fyrir flokkinn er mikilvægt að foreldrar taki vaktir og þarf fulltrúi hverrar stelpu a.m.k. að skila einni vakt sem er 4-5 klst. löng. Auk þess sem foreldrar aðstoða við tiltekt í lok móts. Á næstu dögum verður sent út skjal þar sem foreldrar geta skráð sig á vaktirnar.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is