Markmanns- og styrktaræfingar

Markmannsæfingar eru byrjaðar fyrir stelpurnar og eins er fyrsta styrktaræfingin núna í vikunni. Endanlegt plan fyrir æfingarvikuna er því orðið klárt.

Markmannsæfingar eru á þriðjudögum kl. 18-19 (hér verða stelpurnar að velja hvort þær fara á markmannsæfingu eða með liðinu) og fimmtudögum kl. 17-18. Báða dagana í Boganum.

Styrktaræfing bætist svo við á föstudögum kl. 14 upp í KA heimili og er fyrsta æfingin næsta föstudag.

Æfingarvikan framvegis lítur því svona út:
Mánudagar:     Kl. 15-16 á KA-velli
Þriðjudagar:    Kl. 18-19 í Boganum (Markmannsæf. 18-19 í Boganum)
Fimmtudagar: Kl. 18-19 í Boganum (Markmannsæf. 17-18 í Boganum)
Föstudagar:    Kl. 14-15 í KA-heimili
Laugardagar:  Kl. 10-11 í Boganum

Kv.
Peddi og Sandra



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is