Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
KA á móti KA - síðasta frestun
Innbyrðisleikurinn sem ég var búinn að staðfesta að yrði spilaður á morgun hefur verið færður til sunnudags. Ástæða þess að ég hef ákveðið að færa hann að þessu sinni er að það hafa komið alltof mörg forföll og hefðum við þurft að fylla í liðin með nokkrum 5. flokks stelpum.
Þar sem þetta er fyrsti leikur sumarsins og í rauninni fyrsta skipti sem ég sé 2002 stelpurnar spila þá vil ég helst ekki nota stelpur úr 5. flokk. Því eftir þennan leik munum við þjálfararnir setja saman 2 lið sem vonandi haldast nokkurnvegin eins út allt sumarið.
Ég vona að þessi breyting komi sér ekki illa og þvert á móti vona ég að þetta sé best fyrir alla.
Staðfestur leiktími á sunnudag kl. 12 á KA vellinum ( líklegast á grasi)
Við tökum æfingu á föstudaginn en ég set plan út þessa viku og næstu á Facebook á morgun
kv.
Peddi
Leit
Skráning á póstlista
RSS straumur
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA