Dósasöfnun í vikunni

Góðan dag.

Foreldraráðið vill ráðast í dósasöfnun í vikunni. Okkur skilst að nokkuð sé liðið frá því að söfnun hafi átt sér stað á svæðinu og því tilvalið að hreinsa upp lagerinn hjá fólki. Okkar söfnun á ekki að skarast við aðra hópa á vegum KA í þessari viku.

Hittumst við KA heimilið kl. 17 á miðvikudag og skiptum okkur í hópa, foreldrar og börn. Við þurfum að vera á bílum og c.a tvö börn per bíl. Við útdeilum svæðum þegar þar að kemur.

Það væri mjög praktískt að þeir sem eiga kerrur komi með þær og enn praktískara ef hægt væri að skilja þær eftir yfir nóttina til að ekki þurfi að umstafla mikið.

Í millitíðinni skulum við öll vinna okkur í haginn og safna hjá vinum og ættingjum.

Sjáumst kl. 17 á miðvikudag.

Kv. frá ofurmennunum í foreldraráði



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is