Æfingar hefjast aftur á fimmtudaginn

Æfingar hefjast aftur samkvæmt æfingartöflu fimmtudaginn 5. janúar.

Það sem helst ber á í byrjun nýs árs er Stefnumót KA sem fer fram í byrjun febrúar og svo munum við reyna að spila ógrynni æfingarleikja bæði fyrir mótið og eftir það. Einnig er aftur til umræðu að fara æfingarferð suður, en það mál verður tekið upp við betra tækifæri.

Gleðilegt nýtt ár frá Söndru og Pedda



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is